Fara í efni

Dýralæknaþjónusta á Vestfjörðum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Samkvæmt reglugerð nr. 405/2020 er Matvælastofnun heimilt að gera þjónustusamninga viðsjálfstætt starfandi dýralækna um að þeir sinni dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu við við dýr á þjónustusvæðum sem skilgreind eru í 2. gr. reglugerðarinnar.

Byggt á þeirri reglugerð hefur Matvælastofnun gert þjónustusamning við Helgu Sigríði Viðarsdóttur dýralækni um að sinna dýralæknaþjónustu á þjónustusvæði 3 sem nær yfir Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp, frá og með 28. maí 2022.


Getum við bætt efni síðunnar?