Fara í efni

Dýralæknaþjónusta í dreifðari byggðum - Þjónustusvæði 4

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun auglýsir eftir sjálfstætt starfandi dýralækni til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu í samræmi við reglugerð nr. 846/2011 með síðari breytingum.

Um er að ræða þjónustusvæði 4 sem er Húnaþing vestra, Blönduósbær, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnavatnshreppur.

Gerður verður þjónustusamningur við dýralækni/dýralæknaþjónustu og með honum tryggir MAST mánaðarlega greiðslu til að sinna dýralækna- og bráðaþjónustu á þjónustusvæðinu. Stofnunin getur aðstoðað við að finna húsnæði innan svæðisins.

Nánari upplýsingar veita Halldór Runólfsson og Hafsteinn Jóh. Hannesson  í síma 530-4800.
Jafnframt er vísað til reglugerðar  nr. 846/2011 um dýralæknaþjónustu í dreifðari byggðum landsins. Umsóknum um þjónustusvæði skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “Dýralæknir – þjónustusvæði 4” eða með tölvupósti á starf@mast.is en umsóknarfrestur er til og með 11. apríl 2012.


Getum við bætt efni síðunnar?