Fara í efni

Dreifing mjólkur stöðvuð

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Dreifing mjólkur hefur verið stöðvuð til bráðabirgða frá bænum Viðvík í Skagafirði. Ástæða dreifingarbanns er að eftirlitsmanni Matvælastofnunar var meinaður aðgangur að eftirlitsstað. Ef ekki er unnt að framkvæma eftirlit getur stofnunin ekki sannreynt að framleiðslan uppfylli ákvæði laga um hollustuhætti í matvælaframleiðslu. Á meðan slíkt ástand varir er ekki hægt að heimila dreifingu matvæla og var markaðssetning stöðvuð á grundvelli 3. mgr. 30.gr laga nr. 93/1995 um matvæli.

Samkvæmt matvælalögum er matvælafyrirtækjum skylt að veita óhindraðan aðgang til eftirlits á þeim stöðum þar sem framleiðsla eða dreifing matvæla á sér stað. Dreifing mjólkur frá bænum verður stöðvuð þar til eftirlit getur farið fram. 

Frétt uppfærð 25.08.17 kl. 17:20:

Eftirlit fór fram í vikunni og var dreifingarbanni aflétt í kjölfarið. 


Getum við bætt efni síðunnar?