Fara í efni

Dagsektir lagðar á hrossaeiganda

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur lagt dagsektir á hrossaeigenda á Austurlandi vegna ástands girðingar þar sem hross hans eru haldin. Óheld girðing meðfram þjóðvegi veldur hættu fyrir dýr og menn, auk þess sem víra- og snæraflækjur innan girðingar valda slysahættu fyrir hestana. Kröfur stofnunarinnar um úrbætur hafa ekki verið virtar.

Samkvæmt reglugerð nr. 940/2015 um beitingu og hámark dagsekta í opinberu eftirliti með velferð dýra taka dagsektir gildi frá og með þeim degi sem þær eru ákvarðaðar og fram að þeim degi sem skyldu er fullnægt að mati Matvælastofnunar. Útistandandi dagsektir falla hins vegar niður ef umráðamaður dýra hefur bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra að mati Matvælastofnunar, innan fimm virkra daga frá ákvörðun um dagsektir. Úrbætur voru ekki gerðar innan fimm daga og leggjast því sektir að upphæð 25.000 kr. á dag á umráðamann hrossanna. Dagsektir eru aðfararhæfar og má innheimta með fjárnámi án undangengins dóms eða sáttar. 

Frétt uppfærð 19.05.17 kl. 14:41: 

Komið hefur í ljós að eigandi hrossanna var búinn að ljúka úrbótum á þeim tíma sem fréttin fór út og höfðu dagsektir sem búið var að leggja á náð tilætluðum árangri. 


Getum við bætt efni síðunnar?