Fara í efni

Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir sölu á heilsuspillandi kebab kjöti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Í Noregi var maður ákærður fyrir að hafa selt 500 tonn af hættulegu kebab kjöti á um 100 staði í Osló. Var hann dæmdur í fjögurra ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir vikið.

Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða 10 milljónir í sekt. Jafnframt er honum ekki heimilt að stofna fyrirtæki eða sitja í stjórn fyrirtækja í 5 ár samkvæmt dómnum sem kveðinn var upp í Moss s.l. miðvikudag.


Kjötiðnaðarmaðurinn sem útbjó kebab kjötið var dæmdur í eins árs fangelsi, sömuleiðis óskilorðsbundið. Hann var einnig sektaður um 3,5 milljón króna samkvæmt moss-avis.no.

Saksóknari fór fram á 6 ára fangelsisvist fyrir sölumann og 4 ára fangelsi fyrir kjötiðnaðarmann.

Kebab kjötfarsið var framleitt úr afgangs kjúklingasinum. Samkvæmt norsku Matvælastofnuninni í Østfold var kjötfarsið óhæft til manneldis.Getum við bætt efni síðunnar?