Fara í efni

COVID-19 og heilbrigðisvottorð frá ríkjum utan EES

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Evrópusambandið og EFTA ríkin hafa samþykkt tímabundnar reglur þess efnis að hægt verði að afgreiða sendingar frá þriðju ríkjum (ríki utan EES) með dýraafurðum og öðrum afurðum sem krefjast heilbrigðisvottorðs án þess að frumrit heilbrigðisvottorðsins fylgi með sendingunni, líkt og vanalega þarf.

Geti frumrit heilbrigðisvottorðs ekki fylgt sendingunni, mega yfirvöld í því 3ja ríki sem gefa út heilbrigðisvottorðið fyrir afurðirnar annaðhvort:

  • senda skannað afrit af frumriti heilbrigðisvottorðsins á netfangið bcp@mast.is, eða
  • senda rafræna útgáfu af heilbrigðisvottorðinu í gegnum TRACES
Innflytjandi skal sjá til þess að frumrit heilbrigðisvottorðsins berist MAST síðar og skal senda MAST yfirlýsingu um að það verði gert um leið og hægt er.

Afgreiðsla sendinga getur eingöngu farið fram ef frumrit eða ofangreind afrit heilbrigðisvottorða berast MAST.

Þessar tímabundnu ráðstafanir eru gerðar vegna truflana á samgöngum vegna COVID-19. Yfirvöld í 3ju ríkjum sem gefa út heilbrigðisvottorð hafa fengið upplýsingar um þessar ráðstafanir.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?