Fara í efni

Breytt vöktun á kampýlóbakter í alifuglum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Vöktun á kampýlóbakter hefur verið framkvæmd hérlendis í alifuglum og –afurðum frá 2001. Með bættri þekkingu og eftir ellefu ára langri reynslu er komið að því að endurskoða eldri ákvæði. Vöktunin á kampýlóbakter í alifuglum er lögfest í reglugerð nr. 251/1995 um aðbúnað og sjúkdómavarnir á alifuglabúum og útungunarstöðvum með síðari breytingum. Reglugerðin nr. 260/1980 um útbúnað alifuglasláturhúsa, slátrun alifugla, verkun þeirra og heilbrigðisskoðun með síðari breytingum fjallar um vöktun á kampýlóbakter við slátrun alifugla. Matvælastofnun hefur núna gefið út nýja áætlun, en hún lýsir þeim breytingum á reglugerðum sem hafa verið gerðar á fyrirnefndum reglugerðum. 

Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?