Fara í efni

Breytt umdæmisskipan héraðsdýralækna

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Ný matvælalöggjöf um hollustuhætti og eftirlit gekk í gildi í Evrópu árið 2006 og hefur nú verið innleidd hérlendis þar sem sama löggjöf á að gilda um matvæli í öllum ríkjum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Löggjöfin fjallar um eftirlit og hollustuhætti í matvæla- og fóðurframleiðslu. Breytingarnar tóku gildi 1. mars 2010, en breytingar vegna framleiðslu búfjárafurða tóku gildi í dag.


Ný umdæmi frá og með 1. nóvember 2011
  Samhliða innleiðingunni fækkar héraðsdýralæknum úr 14 í 6 og fækkar umdæmum þeirra sem því nemur. Með breytingunum er m.a. verið að tryggja aðskilnað á opinberu eftirliti héraðsdýralækna og almennri dýralæknaþjónustu með það að markmiði að koma í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra.

Birt hefur verið kort af nýjum umdæmum á vef Matvælastofnunar, ásamt upplýsingum um starfandi héraðsdýralækna í umdæmunum.

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?