Fara í efni

Breytingar á vef MAST

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Breytingar hafa verið gerðar á vef Matvælastofnunar. Nýtt veftré hefur verið tekið í notkun, uppsetningu hefur verið breytt og útlit uppfært með það að markmiði að auðvelda aðgengi notenda að upplýsingum og gögnum.Búast má við truflunum á starfsemi vefsins fram eftir degi vegna breytinganna.


Efst á síðu er að finna upplýsingar
 um stofnunina sjálfa og rekstur hennar. Gert er grein fyrir starfssemi stofnunarinnar í efstu flokkum til vinstri og er að finna hjálpartól þar fyrir neðan. Hægri hluti síðunnar er hugsaður sem upplýsingagjöf til notenda með flýtileiðum. Hægt er að skrá sig á póstlista MAST og fá þar með nýjustu fréttir MAST sendar með tölvupósti. "UPPLÝSINGAR" hægra megin gerir viðkomandi aðila kleift að nálgast upplýsingar sem snúa að honum á einum og sama stað. "Fróðleikur frá A-Ö" gerir notenda kleift að leita upp upplýsingar um ákveðinn hlut eða hugtak og verður umfang gagnabankans aukið á næstu mánuðum. "Spurt og svarað" sýnir algengar spurningar sem berast stofnuninni og svar við þeim. 



Getum við bætt efni síðunnar?