Breytingar á gjaldskrá Matvælastofnunar
Frétt -
09.03.2018
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun vekur athygli á breytingum á gjaldskrá Matvælastofnunar. Gjaldskrá fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar hefur verið uppfærð með nýrri reglugerð. Sama á við um gjaldskrá vegna umsókna fyrir framleiðslu, markaðssetningu eða innflutning matvæla með íblönduðu koffíni og vegna vinnslu og heilbrigðiseftirlits með hvalaafurðum.
Helstu breytingar eru eftirfarandi:
- Tímagjald fyrir áhættuflokkað eftirlit hækkar úr 20.870 kr. í 23.375 kr.
- Almennt tímagjald hækkar úr 8.348 kr. í 9.350 kr.
- Ýmis sértæk gjöld hafa verið uppfærð
- Fast akstursgjald fyrir eftirlit lækkar í 3.300 kr.
- Hækkun er á gjaldskrá vegna rekstrarleyfa í fiskeldi
- Viðaukar voru felldir niður þar sem eftirlit hefur færst í auknum mæli undir áhættuflokkað eftirlit
Með þessum breytingum falla fyrri gjaldskrár um sama efni úr gildi.