Fara í efni

Breyting rekstrarleyfis Arnarlax í Patreks- og Tálknafirði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur breytt  rekstrarleyfi Arnarlax ehf. til fiskeldis í Patreks- og Tálknafirði (FE-1144). Matvælastofnun auglýsti tillögu að breyttu rekstrarleyfi á vef stofnunarinnar þann 20. apríl og var frestur til að skila inn athugasemdum var til 18. maí 2022.

Breyting á rekstrarleyfinu heimilar flutning á eldissvæðinu Hlaðseyri á nýtt eldissvæði Vatneyri. Jafnframt er eldissvæðið Eyri stækkað. Eldissvæðin Sandoddi í Patreksfirði og Laugardalur í Tálknafirði verða óbreytt. Hvíldartími eldissvæða verður eftir breytingu að lágmarki 90 dagar í stað 6 mánaða áður. Eftir breytingar verður Arnarlax áfram með þrjú eldissvæði í Patreksfirði og eitt eldissvæði í Tálknafirði. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Framkvæmd fyrirtækisins er ekki matsskyld skv. ákvörðun Skipulagsstofnunar í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

 Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um breytingu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

 Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?