Fara í efni

Breyting á rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða í Berufirði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur breytt  rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. til fiskeldis í Berufirði í samræmi við 1. mgr. 24. gr. reglugerðar um fiskeldi. Tillaga að breyttu rekstrarleyfi var auglýst á vef stofnunarinnar 2. febrúar 2021.

Fiskeldi Austfjarða sótti um breytingu á rekstrarleyfi vegna nýs áhættumats fyrir hámarkslífmassa á 7.500 tonnum af frjóum laxi í eldi í Berufirði og 2.300 tonnum af ófrjóum laxi. Þann 5. júní 2020 staðfesti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýtt áhættumat erfðablöndunar þar sem eldi var heimilað fyrir 7.500 tonna hámarkslífmassa af frjóum laxi Berufirði. Samkvæmt 24. gr. reglugerðar um fiskeldi þá skal Matvælastofnun breyta gildandi rekstrarleyfum til samræmis við nýtt áhættumat.

Hámarkslífmassi eldisins vegna rekstrarleyfis FE-1138 í Berufirði mun ekki fara yfir 9.800 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat Berufjarðar. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar.

Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um breytingu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?