Fara í efni

Breyting á merki hitameðhöndlaðra viðarumbúða

Breyting á 5.grein reglugerðar 343/2004 um viðarumbúðir vara við útflutning var birt í Stjórnartíðindum 31. október 2025. Breyting var gerð á merki sem vottaðar viðarumbúðir bera til að staðfesta að þær séu meðhöndlaðar með aðferðum sem alþjóðlegur plöntuheilbrigðisstaðall ISPM 15 lýsir og á að tryggja að engir plöntuskaðvaldar berist á milli landa með viðarumbúðum eða brettum. Framleiðendur vottaðra viðarumbúða stimpla eða brennimerkja þær með sínu einkennisnúmeri. Nýja merkingin er hér á mynd. IPPC táknið er einkennismerki staðalsins og einungis þeir framleiðendur sem hafa hlotið vottun mega nota það. Talan á eftir IS- er einkennisnúmer þess er merkir og HT stendur fyrir hitameðhöndlað (e. heat treatment). Fullnægjandi hitun er þegar innsti kjarni viðar er hitaður að lágmarki í 30 mínútur í minnst 56°C. Alls eru 9 framleiðendur vottaðra viðarumbúða á Íslandi. Sjá nánar á vefsíðu MAST.  


Getum við bætt efni síðunnar?