Fara í efni

Brexit: óbreytt staða inn- og útflutnings dýraafurða

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Þann 28. janúar undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu.

Í samningnum og í lögum sem samþykkt voru á Alþingi í október 2019 eru ákvæði um aðlögunartímabil sem hefst frá útgöngudegi Bretlands úr Evrópusambandinu og mun standa yfir til loka árs 2020, með möguleika á framlengingu.

Á aðlögunartímabilinu mun m.a. matvælalöggjöf Evrópusambandsins halda áfram að gilda um Bretland og því verður litið á Bretland með sama hætti og önnur aðildarríki EES.

Þetta þýðir að viðskipti með dýraafurðir til og frá Bretlandi geta haldið áfram með óbreyttum hætti og þau voru fyrir Brexit, a.m.k. til loka ársins 2020.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?