Fara í efni

Birting niðurstaðna úr eftirliti með eldi og slátrun dýra


  Eitt af hlutverkum Gæðasviðs MAST er að birta niðurstöður úr eftirliti stofnunarinnar með eldi og slátrun dýra. Í fyrstu verða niðurstöður úr eftirliti með salmonellu í svínum og alifuglum og campylobacter í alifuglum birtar, en þegar reglubundnu eftirliti hefur verið komið á í öðrum dýrategundum munu niðurstöður úr því einnig birtar. Sömuleiðis er ætlunin að kynna niðurstöður úr eftirliti með salmonellu í fóðri og um fjölda tilfella af salmonellu og campylobacter í fólki. Ef tilefni er til að kynna aðrar niðurstöður, t.d.úr sérstökum eftirlitsverkefnum, verður það einnig gert. Í júní s.l. lauk einmitt einu slíku verkefni. Í samráði við MAST tók Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga 93 sýni úr svínakjöti, aðallega í verslunum víðsvegar um landið, til að kanna hvort salmonella greindist í sýnunum.

Birting niðurstaðna fram að þessu hefur verið stopul en frá og með júlí 2009 er stefnt að því að birta niðurstöður reglulega í hverjum mánuði (þó ekki í ágúst vegna sumarleyfa).

Ítarefni


 


Getum við bætt efni síðunnar?