Fara í efni

Bann við notkun á rauðu litarefni úr gerjuðum hrísgrjónum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Orðsending til matvælafyrirtækja frá Matvælastofnun:

Litarefnið (e: colour red yeast rice, fermented rice) er framleitt með sveppagerjun á hrísgrjónasterkju og er kröftugt rautt litarefni. Litarefnið er framleitt í Kína en dreifingaraðilar í Evrópu eru m.a. frá Hollandi, Þýskalandi og Austurríki.

Dreifing á litarefninu og notkun þess í matvælaframleiðslu er algjörlega bönnuð. Matvælastofnun vil koma því á framfæri til innflytjanda og matvælavinnslur í landinu að einungis má nota litarefni sem eru viðurkennd í matvælaframleiðslu og eru merkt með  E- númerum. 

Sjá nánar á heimasíðu Matvælastofnunar um leyfileg litarefni. Nánari upplýsingar veitir Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræðingur í inn- og útflutningsmálum, í síma 530-4800 - herdis.gudjonsdottir@mast.is


Getum við bætt efni síðunnar?