Bætt eftirlit með skelfisksframleiðslu á Íslandi
Frétt -
29.08.2011
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
![]() |
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti nýverið skýrslu um stöðu skelfiskframleiðslu hér á landi þar sem fram kemur að framleiðsla á lifandi samlokum á Íslandi er í samræmi við ákvæði EES-löggjafar. Skýrslan var unnin í kjölfar eftirlitsheimsóknar sem farin var til Íslands 23. - 27. maí s.l. til að fylgja eftir heimsókn stofnunarinnar á síðasta ári sem leiddi í ljós ýmsa vankanta á framleiðslu á skelfiski og opinberu eftirliti. Brugðist var við athugasemdum ESA og setti Matvælastofnun af stað aðgerðaráætlun um úrbætur. Opinbert eftirlit með framleiðslu og vinnslu skelfisks eru nú í samræmi við ákvæði löggjafarinnar en nýja matvælalöggjöfin var innleidd hér á landi 1. mars 2011. |
ESA telur hins vegar enn þörf á úrbótum á:
- Opinberri sýnatöku úr lifandi og unnum skelfiski.
- Tilnefningu rannsóknarstofa sem sjá um opinbert eftirlit með skelfiski.
- Eftirfylgni með almennum heilbrigðiskröfum í framleiðslufyrirtækjum.
- Eftirliti með unnum sæbjúgum sem veidd eru utan skilgreindra svæða.
Ítarefni