Fara í efni

Aukin samræming í matvælaeftirliti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í síðustu viku gekk Matvælastofnun formlega frá samningum við Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar, Kópavogs og Garðabæjar, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands-eystra og Heilbrigðiseftirlit Austurlands um notkun þeirra á eftirlitsgagnagrunninum ÍsLeyfi. Matvælastofnun hefur síðustu fimm ár unnið að þróun gagnagrunnsins sem heldur utan um allar upplýsingar um eftirlitsskylda aðila stofnunarinnar, þar með talið niðurstöður úr eftirliti, skoðunarskýrslur, áhættuflokkun og frammistöðumat.

Matvælastofnun telur þetta stórt skref í átt að frekari samræmingu matvælaeftirlits á landsvísu og mun þetta bæta til muna aðgengi að niðurstöðum úr eftirliti og úrvinnslu gagna. Þá er þetta mikilvægur liður í þróun á rafrænni stjórnsýslu, en gagnagrunnurinn mun einnig einfalda og auðvelda samskipti eftirlitsskyldra aðila við stjórnvöld auk þess að bæta til muna aðgengi þeirra að upplýsingum.

Undirritun HHK, HNE, HAUST og MAST

Undirritun samnings milli Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands-eystra, Heilbrigðiseftirlit Austurlands
og Matvælastofnunar um notkun eftirlitsgagnagrunnsins ÍsLeyfs

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?