Fara í efni

Auglýst eftir vottunar- og eftirlitsaðila fyrir lífræna framleiðslu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun fer með stjórnsýslu og opinbert eftirlit með lífrænni landbúnaðarframleiðslu skv. breytingu á 3 gr. laga nr. 162/1994 (sbr. 6. gr. laga nr. 33/2018). Matvælastofnun hefur samkvæmt 3. gr. laganna heimild til að framselja tiltekin verkefni á sviði eftirlits með lífrænni landbúnaðarframleiðslu. Framsal er nánar útlistað í 27. gr. reglugerðar ESB nr. 834/2007 sem innleidd var hér á landi með reglugerð nr. 477/2017.

Matvælastofnun auglýsir nú eftir faggildum aðila til að sinna vottun og reglubundnu eftirliti með þeim sem sækja um eða hlotið hafa starfsleyfi til að framleiða, dreifa og markaðssetja lífrænt vottaðar afurðir. 

Kröfur sem vottunar- og eftirlitsaðili þarf að uppfylla eru m.a.: 

  • Faggilding frá faggildingarsviði Einkaleyfastofu skv. ISO/IEC 17065 
  • Hafa haldbæra þekkingu á regluverki ESB um lífræna framleiðslu og reynslu af eftirliti 
  • Hafi á að skipa nægu starfsfólki með viðeigandi menntun og hæfni 
  • Næga aðstöðu og búnað til að annast verkefnin 
  • Óhlutdrægni og að ekki sé hætta á hagsmunaárekstrum að því er varðar framkvæmd þeirra verkefna sem honum yrðu falin. 

Verkefnið verður nánar skilgreint í samningi á milli aðila þar sem nákvæm lýsing á fyrirkomulagi mun koma fram. 

Umsóknir skulu sendar á mast@mast.is eigi síðar en 14. nóvember n.k. Umsókninni skal fylgja:

  • Staðfesting á faggildingu frá Einkaleyfastofu 
  • Greinargerð um hæfni umsækjanda 

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Jónsdóttir í síma 530 4800 eða netfangið lifraent@mast.is


Getum við bætt efni síðunnar?