Fara í efni

Athugasemd við frétt Sunnlenska fréttablaðsins

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vill að gefnu tilefni koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar sem birtist í Sunnlenska fréttablaðinu þann 9. ágúst sl. undir fyrirsögninni „Bíða eftir tugmilljón króna bótum frá ríkinu.“


Veturinn 2007 kom upp riða á lögbýlinu Skollagróf, aðstæður voru með þeim hætti að ábúendur töldu sig ekki geta hýst þann fjölda fjár sem var á bænum og töldu brýnt að stofninn yrði felldur eins fljótt og kostur væri. Af þeim sökum fóru þeir sjálfir skriflega fram á það við Matvælastofnun að fjárstofn þeirra yrði felldur þrátt fyrir að ráðherra hafi ekki verið búinn að fyrirskipa niðurskurðinn.

  

Eftir að aðilar höfðu reynt að semja um bætur fyrir fjárstofnin og hreinsun fjárhúsa um nokkurt skeið var ljóst að ekki tækist að brúa það bil sem var á milli aðila einkum hvað varðaði bætur fyrir fjárhús á Skollagróf og hreinsun þeirra.


Þar sem samningar um bætur strönduðu var niðurstaða sú að Matvælastofnun vísaði málinu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins vorið 2009. Þar óskaði stofnunin eftir því við ráðherra að hann fyrirskipaði ákveðnar aðgerðir til að stöðva útbreiðslu riðu á Skollagróf og var þá m.a. haft í huga að tryggja réttarstöðu ábúandans, skv. lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Frá þeim tíma hefur ráðuneytið haft forræði á málinu.Getum við bætt efni síðunnar?