Fara í efni

Athugasemd vegna umfjöllunar um vanhirðu búfjár

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Undanfarin ár hefur MAST þurft að hafa afskipti af ábúendum lögbýlis á Austfjörðum vegna búfjárhalds. Vegna aðgerða MAST hefur fé á lögbýlinu fækkað um 1000 kindur frá haustinu 2009. Eftir afskipti MAST af ábúendunum í síðustu viku ákváðu þeir að fækka enn frekar fé sínu um rúmlega 330 kindur. Féð var að mestu selt en lakasta fénu var slátrað. Þá leituðu búendur sér ráðgjafar ráðunautar til að bæta fóðrun. MAST vonar að þessar aðgerðir komi til með bæta búfjárhaldið á lögbýlinu og telur að ákveðinn árangur þess efnis hafi nú þegar náðst.


   
Vegna þessara aðgerða hafa verið rifjaðar upp fréttir af fyrri afskiptum stofnunarinnar og máls sem rekið var gegn ábúendum árið 2009, m.a. hafa verið sýndar óskemmtilegar myndir vegna þess máls. Í ljósi nýlegrar umfjöllunar þykir stofnuninni rétt að taka fram að aðstæður á lögbýlinu nú eru með öðrum hætti en var árið 2009.
 
Matvælastofnun hefur undanfarin ár haft reglulegt eftirlit með búfé á bænum til að tryggja viðunandi fóðrun og aðbúnað. Stofnunin mun áfram sinna eftirliti með að úrbætur séu í samræmi við lög og reglur um aðbúnað og umhirðu.
 
Mynd tengist ekki frétt


Getum við bætt efni síðunnar?