Fara í efni

Ástand búfjár á öskufallssvæðum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.


  
Samkvæmt upplýsingum frá héraðsdýralækni er almennt ástand búfjár gott. Víðast hefur sauðfé verið sett út á ný. Aðeins ber á skaða á slímhúð augna en líklegt er að hann sé ekki varanlegur. Dýralæknir sauðfjár- og nautgripasjúkdóma frá Matvælastofnun og ráðunautur frá Búnaðarsambandi Suðurlands eru á svæðinu og  hafa farið á nokkra bæi, ásamt héraðsdýralækni, að meta ástand. Björgunarsveitir hafa reynst bændum vel, sér í lagi þær sem hafa mannskap sem kann til verka við bústörf. Nægur mannskapur virðist vera til staðar. Matvælastofnun, Búnaðarsamband Suðurlands og Bændasamtök Íslands hafa fleiri dýralækna og ráðunauta til taks ef á þarf að halda.


Framundan hjá bændum er m.a. að meta nýtingu túna og afréttar.  Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er við rannsóknir á neysluvatnssýnum í dag og býður fólki uppá að koma með sýni til rannsóknar.


Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?