Fara í efni

Ársfundur Norrænu matvælarannsóknanefndarinnar haldinn á Selfossi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Norræna matvælarannsóknanefndin (NMKL) hélt 63. ársfund sinn á Hótel Selfossi 21. til 25.ágúst. MAST átti í fyrsta sinn fulltrúa á fundinum, en Ingibjörg Jónsdóttir er fulltrúi MAST í íslensku Matvælarannsóknanefndinni. Alls voru 7 Íslendingar sem sátu fundinn.


NMKL er ein elsta norræna samstarfsnefndin og var stofnuð 1947 og samanstendur af sérfræðingum í efnamælingum, örverurannsóknum og skynmati. Í henni sitja sérfræðingar frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi. Í fyrstu var mest unnið að samanburðarprófum, en seinna aðferðaþróun og sannprófun mæliaðferða.




 

Þetta er  í 6. sinn sem fundurinn er haldinn á Íslandi, en fyrst var ársfundur samtakanna haldinn á Íslandi árið 1983. Fundirnir hafa alltaf verið haldnir utan höfuðborgarsvæðisins, síðast á Akureyri 2004, en þar áður í Hveragerði, á Kirkjubæjarklaustri og á Laugarvatni. Matvælastofnun bauð öllum hópnum sem taldi 49 sérfræðinga í móttöku þar sem Jón Gíslason kynnti þeim starfsemi MAST.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?