Fara í efni

Áríðandi tilkynning í gegnum viðvörunarkerfi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Þann 15. ágúst sl. barst Matvælastofnun tilkynning í gegnum viðvörunarkerfi Lyfjastofnunar um fæðubótarefni frá Kanada. Um er að ræða vörur með acidophilus sem innihalda mjólkurprótín en eru merktar „non-dairy“, þ.e. án mjólkur. Neysla af jafnvel örlitlum skammti af mjólkurprótíni getur verið hættuleg fólki með mjólkurofnæmi.

Matvælastofnun annast málaflokk fæðubótarefna og er því skylt að upplýsa og að vara neytendur við ef talið er að fæðubótarefni geti valdið heilsutjóni.


Umræddar vörur eru framleiddar og seldar í Kanada og er verið að innkalla vörurnar þar, eins og sjá má hér.


Samkvæmt 9. gr. reglugerðar nr. 624/2004 um fæðubótarefni skulu innflutningsaðilar tilkynna markaðsetningu þeirra til Matvælastofnunar. Matvælastofnun hefur ekki fengið tilkynningar um umræddar vörur en getur ekki útilokað að þær séu í umferð á Íslandi.


Matvælastofnun vill því hvetja innflutningsaðila til að hafa samband við stofnunina ef þeim er kunnugt um þessar vörur á íslenskum markaði. Eins vill stofnunin vara einstaklinga sem panta fæðubótarefni á netinu við þessum vörum. Neytendur fæðubótarefna sem eru haldnir mjólkurofnæmi eru sérstaklega beðnir um að skoða hvort um þessar vörur er að ræða og hætta þá neyslu þeirra strax.


Umræddar vörur eru:•Truly Premium All Naturals Acidophilus with Bifidus (50 capsules)
•London Naturals Acidophilus with Bifidus  (90 capsules)
•London Naturals Acidophilus with Bifidus (180 capsules)
•London Naturals Acidophilus with Bifidus (30 capsules)
•Acidophilus with Bifidus & FOS -- Webber Naturals (180 capsules)
•Acidophilus with Bifidus & FOS -- Webber Naturals (60 capsules)
•Rexall Pro-Biotic (60 capsules)Getum við bætt efni síðunnar?