Afleysingarstarf: Móttaka, símsvörun og almenn skrifstofustörf
Frétt -
12.05.2022
Matvælastofnun auglýsir laust til umsóknar starf við móttöku viðskiptavina og erinda, símsvörun og almenn skrifstofustörf á aðalskrifstofu stofnunarinnar á Selfossi, tímabundið í tvo mánuði. Vinnutími er frá 08:00 til kl 15:15. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júní nk.
Helstu verkefni
- Símsvörun og móttaka
- Skráning fyrirspurna og ábendinga
- Almenn aðstoð við starfsmenn og viðskiptavini
- Opnun og lokun skrifstofu á Selfossi
- Undirbúningur funda og umsjón með fundarherbergjum og öðrum sameiginlegum rýmum
- Innkaup og pantanir fyrir stofnunina
- Afgreiðsla ferðabeiðna og pantanir á flugi og gistingu
- Umsjón með kaffistofu
- Önnur almenn skrifstofustörf
Hæfniskröfur
- Haldgóð þekking og reynsla af tölvuvinnslu
- Reynsla af skrifstofustörfum
- Reynsla af þjónustu við viðskiptavini
- Háttvís framkoma og rík þjónustulund
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Nákvæm vinnubrögð og gott skipulag
- Reglusemi
- Æskilegt að viðkomandi hafi einhverja þekkingu á einhverjum fagsviða stofnunarinnar, þ.e. matvæla, dýravelferðar eða fiskeldis.
Frekari upplýsingar um starfið
Nánari upplýsingar um starfið veita Eva Gunnarsdóttir verkefnastjóri eva.gunnarsdottir[hja]mast.is og Viktor S. Pálsson sviðsstjóri viktor.palsson[hja]mast.is í síma 530 4800. Umsóknarfrestur er til og með 20. maí nk. Launakjör eru skv. kjarasamningi Sameykis og fjármálaráðherra.