Fara í efni

Afgreiðsla jarðræktarstyrkja 2016

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun greiddi jarðræktarstyrki og styrki vegna affallsskurða vegna ræktunarframkvæmda á árinu 2016 til bænda að heildarupphæð 237.606.610 kr. þann 22. desember sl. Við afgreiðslu styrkjanna hjá Matvælastofnun, búnaðarstofu, var unnið í samræmi við reglugerðir nr. 1220/2015 og 1221/2015 í VIÐAUKA III. Framlög í jarðræktarsjóð koma úr búnaðarlagasamningi og búvörusamningum. 

Styrkur að þessu sinni nam 21.080 kr. á fyrstu 30 hektara (ha) lands, 16.080 kr. á ræktun frá 30 – 60 ha og ræktun umfram 60 ha var 4.080 kr. Framangreind stærðarmörk eru 2,5 sinnum hærri á svínabúum. Styrkur vegna hreinsunar affallsskurða var á hvern kílómetra kr. 125.000. Jarðræktarstyrkir voru greiddir til 1.008 bænda að þessu sinni og var heildarfjárhæðin 237.606.610,- kr. Upplýsingar um jarðræktarstyrkina geta bændur  nálgast á Bændatorginu þar sem nálgast má rafrænt bréf dagsett 22. desember 2016 undir rafrænum skjölum á Bændatorginu.

Með nýjum búvörusamningum sem taka gildi frá næstu áramótum hækkar framlag ríkisins vegna jarðræktar bænda á lögbýlum og einnig bætast við svokallaðar landgreiðslur. Á næsta ári falla niður styrkir vegna affallsskurða en heimild verður að greiða stuðning vegna ágangs álfta og gæsa á ræktunarlandi bænda. Unnt er að kynna sér nánar reglur um styrkina í reglugerð um almennan stuðning við landbúnað sem verður vonandi birt á morgun, 30. desember, á vef Stjórnartíðinda, og settir verða í framhaldinu á vef Matvælastofnunar (www.mast.is).


Getum við bætt efni síðunnar?