Fara í efni

2007 - Gott campylobacter ár. Engin salmonella í þrjú ár

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Alls var 777 kjúklingahópum slátrað árið 2007, 69 hópar reyndust campylobacter mengaðir eða 8,9% sem er það lægsta frá því byrðjað var að leita að campylobacter í hverjum sláturhópi.  Á árinu var tæplega 5,1 milj. kjúklinga slátrað, um 300 þús. kjúklingar reyndust campylobacter smitaðir fyrir slátrun og því allir frystir eða hitameðhöndlaðir. Rétt um 230 þús. (4,5%) fuglar smituðust síðustu dagana fyrir slátrun og má ætla að um helmingur þeirra hafi farið ferskur á markað. Ísland er fremst meðal þjóða hvað varðar lága tíðni campylobacter mengaðra ferskra kjúklinga á markaði, 2,3% á ársgrundvelli. Þennan árangur getum við þakkað mikilli og góðri samvinnu opinberra eftirlitsaðila og kjúklingaframleiðenda.


Upplýingar um tíðni campylobacter í kjúklingum í öðrum löndum eru ekki mjög aðgengilegar en árið 2007 var Noregur með um 6%, Danmörk um 30% en víða í Evrópu er vitað um 50-70% á ársgrundvelli.


Salmonella hefur ekki fundist í þrjú ár í alifuglum, ekki síðan 2004. Undanfarin 11 ár hefur salmonella verið undir 1%. Með þessu skipar Ísland sér í fremstu röð meðal þjóða heims hvað varðar öruggi í kjúklingaframleiðslu.
Getum við bætt efni síðunnar?