Fara í efni

Kína - útflutningur matvæla

Kínversk yfirvöld setja ströng skilyrði fyrir erlenda framleiðendur matvæla sem ætla að flytja afurðir sínar til Kína. 

Frá 1. janúar 2022 þurfa allir erlendir framleiðendur matvæla að skrá sig í CIFER (China Import Food Enterprises Registration) undir Single Window gáttinni áður en þeir hefja útflutning til Kína.

Matvælastofnun leggur áherslu á ábyrgð framleiðenda að kynna sér vel það regluverk sem gildir í Kína varðandi erlenda framleiðendur og matvæli. Það er á ábyrgð framleiðenda að uppfylla allar kröfur. Á þessari síðu má nálgast ýmsar upplýsingar varðandi kröfur Kínverja og skráningarferlið.

Matvælastofnun hefur milligöngu um skráningu framleiðenda af ákveðnum afurðum og er það stjórnvald á Íslandi sem ber ákveðna ábyrgð á eftirliti með þeim sem hyggjast flytja matvæli til Kína.

Mikil áhætta

Matvælastofnun hefur milligöngu um skráningu Í CIFER

Meðal áhætta

Matvælastofnun hefur milligöngu um skráningu í CIFER

Lítil áhætta

Fyrirtæki sjá sjálf um skráningu í CIFER

Kjöt og kjötafurðir
Lagarafurðir
Mjólkurafurðir
Hreiður

Garnir

Býafurðir
Egg og eggjaafurðir
Olíur og fitur
Fyllt brauðmeti
Korn
Malað korn og malt
Ferskt og þurrkað grænmeti og þurrkaðar baunir
Óristaðar kaffibaunir kakóbaunir
Bragðbætar (condiment)
Hnetur og fræ
Matvæli fyrir sérstaka hópa (special dietary purpose)
Functional foods (heilsufæði)

 Vörur sem eru ekki flokkaðar með mikla eða meðal áhættu eru álitnar með litla áhættu. Framleiðendur þeirra afurða sækja sjálfir um leyfi til útflutnings til Kína í Single Window.

Framleiðendur þurfa auk þess að vera með viðskiptaaðila (innflytjanda) í Kína og þau tengsl þarf að skrá sérstaklega.

 Skráningarferlið

Starfsleyfi á Íslandi

 • Fyrirtæki sem hafa ekki starfsleyfi til framleiðslu á Íslandi byrja á því að sækja um starfsleyfi í þjónustugátt MAST eða hjá heilbrigðiseftirlitinu í sínu umdæmi.

Útflutningsleyfi til Kína

 • Framleiðendur með starfsleyfi á Íslandi sækja um leyfi til útflutnings til Kína í þjónustugátt Matvælastofnunar  - Umsókn 4.36

Skráning í Single Window

 • Matvælastofnun veitir framleiðanda aðgang að CIFER Single Window skráningarkerfinu. Aðeins einn aðgangur er búinn til fyrir hvert starfsstöðvarnúmer.
 • Nafn og heimilisfang skal vera skráð í nefnifalli.
 • Framleiðendur skrá inn ýmsar upplýsingar um fyrirtækið, afurðir sem þeir hyggjast flytja út (HS og CIQ kóðar) og hlaða inn gögnum sem óskað er eftir (stjörnumerkt) s.s. teikningum, starfsleyfi, yfirlýsingu o.fl. Allar upplýsingar og gögn þurfa að vera á ensku eða kínversku.

Gátlisti

 • Framleiðendur fá afhentan gátlista sem vísar í viðeigandi reglur í Kína. Þessum gátlista þarf að svara og hann skal undirritaður af ábyrgðarmanni fyrirtækisins. Matvælastofnun staðfestir upplýsingarnar og áframsendir gátlistann til yfirvalda Kína þegar umsóknin telst fullunnin.
 • Framleiðendur þurfa að kynna sér vel þær kröfur sem eru gerðar eru í Kína til erlendra framleiðenda.

Úttekt

 • Matvælastofnun gerir úttekt á fyrirtækinu skv. kínverskum kröfum með áðurnefndan gátlista til grundvallar. Niðurstaða úttektarinnar ákvarðar hvort Matvælastofnun mæli með skráningu fyrirtækisins við kínversk yfirvöld eða hvort þurfi að gera lagfæringar áður. Þegar fyrirtækið telst uppfylla allar kröfur og allar upplýsingar eru til staðar í umsókninni er umsóknin send til kínverskra yfirvalda, með fylgigögnum.
 • Allur tilfallandi kostnaður af úttektinni greiðist af umsækjanda.

Myndbandsúttekt

 • Í einhverjum tilfellum munu kínversk yfirvöld óska eftir myndbandsúttekt á umsækjendum.
 • Umsækjandi þarf þá að standa straum af kostnaði t.d. vegna tækjaleigu eða annars svo hægt sé að framkvæma myndbandsúttektina á viðeigandi hátt.

Umsókn samþykkt - leyfi veitt

 • Þegar kínversk yfirvöld hafa samþykkt fyrirtækið fær fyrirtækið kínverskt skráningarnúmer.

Endurnýjun

 • Leyfi er gefið út í fimm ár í senn. Þremur til sex mánuðum áður en leyfið rennur út þurfa framleiðendur að sækja um endurnýjun á leyfinu sínu.

COVID-19

Mikil áhersla er lögð á viðbrögð framleiðenda við COVID-19 svo framleiðendur þurfa að hafa kynnt sér þær kröfur sem kínversk yfirvöld gera varðandi það. Hér fyrir neðan eru nokkrir hlekkir með upplýsingum.

Merkingar

Framleiðenum er bent á að kynna sér vel þær kröfur sem gerðar eru um merkingar. Tilskipun 249 fer m.a. yfir þær kröfur sem eru gerðar til merkinga ákveðinna afurðaflokka, bæði innri og ytri umbúða.

Lög og reglugerðir

 Gott að hafa í huga

Þegar farið er inn á CIFER birtist heimasíðan á kínversku, en hægt er að velja tungumál með hnappi í efra hægra horninu. Gott er þó að þýða heimasíðuna yfir á ensku, t.d. með Google translate tóli. 

Handbók fyrir CIFER

Uppfært 11.08.2022
Getum við bætt efni síðunnar?