Fara í efni

Brexit - útflutningur til Bretlands

Þann 31. desember 2020 lauk aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í kjölfarið var Bretland skilgreint sem þriðja ríki gagnvart ESB/EES. Til stóð að bresk yfirvöld innleiddu landamæraeftirlit og kröfu um heilbrigðisvottorð með afurðum, í nokkrum þrepum frá og með 1. janúar 2022 en í lok apríl 2022 var þeim fyrirætlunum breytt, þ.e. kröfunni um heilbrigðisvottorð hefur verið frestað til ársloka 2023. Eftir sem áður skulu innflytjendur í Bretlandi tilkynna innflutning í Ipaffs (sjá nánar að neðan).

Frétt (3. maí 2022) um frestun kröfu um heilbrigðisvottorð til 2023

Innflutningseftirlit í Bretlandi 

  • Innflutningur dýraafurða og aukaafurða skal tilkynntur og forskráður í IPAFFS. Tilkynna skal innflutning með a.m.k. fjögurra klst fyrirvara. Athugið! Þetta er í höndum innflytjanda í Bretlandi.
  • Lifandi dýr (þ.m.t. kímefni/erfðaefni): innflutningur skal skráður í IPAFFS (þetta gildir þó ekki um gæludýr sem flutt eru til Bretlands með fylgd).
  • Aukaafurðir í áhættuflokki 1 og 2: sækja skal um leyfi fyrirfram hjá DEFRA og forskrá sendinguna í IPAFFS.
  • Afurðir/vörur sem lúta sérstöku eftirliti (products subject to safeguard measures) skulu forskráðar í IPAFFS og þeim skal fylgja heilbrigðisvottorð.

Skilgreiningar

  • IPAFFS (Import of Products, Animals, Food and Feed System). Skráningarkerfi breskra yfirvalda fyrir innflutning lifandi dýra, dýraafurða og annarra áhættusamra matvæla  til Bretlands.  Innflytjandi í Bretlandi skal skrá sendingar með eftirlitsskyldum afurðum í IPAFFS.
  • DEFRA (Department for Environment, Food and Rural Affairs) – landbúnaðarráðuneyti Bretlands
  • APHA (Animal and plant health agency) – stofnun sem fer með eftirlit með löggjöf varðandi dýra- og plöntuheilbrigði (sambærileg Matvælastofnun)
  • BCP (Border control post) - landamæraeftirlitsstöð: eftirlitsstöð staðsett við þar sem landamæraskoðun/innflutningseftirlit á sendingum fer fram. Landamæraeftirlitsstöðvar eru skilgreindar m.t.t. vörutegunda/lifandi dýra sem stöðin getur tekið við. Yfirlit yfir landamæraeftirlitsstöðvar í Bretlandi.
Uppfært 03.05.2022
Getum við bætt efni síðunnar?