Fara í efni

Brexit - útflutningur til Bretlands

Þann 31. desember 2020 lauk aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr ESB. Í kjölfarið var Bretland skilgreint sem þriðja ríki gagnvart ESB/EES. Það felur m.a. í sér að krafist er opinberrar vottunar vegna inn- og útflutnings dýraafurða. Bresk yfirvöld munu innleiða innflutningseftirlit í nokkrum þrepum og frá og með 1. júlí 2022 skal dýraafurðum sem fluttar eru frá Íslandi til Bretlands fylgja heilbrigðisvottorð útgefið af MAST.

Innflutningseftirlit í Bretlandi - innleiðingarferli

Innleiðing innflutningseftirlits með dýraafurðum til Bretlands fer fram í þremur þrepum.

Frá og með 1. janúar 2021

 • Lifandi dýr (þ.m.t. kímefni/erfðaefni): innflutningur skal skráður í IPAFFS. Þetta gildir þó ekki um gæludýr sem flutt eru til Bretlands með fylgd.
 • Aukaafurðir í áhættuflokki 1 og 2: sækja skal um leyfi fyrirfram hjá DEFRA og forskrá sendinguna í IPAFFS.
 • Afurðir/vörur sem lúta sérstöku eftirliti (products subject to safeguard measures) skulu forskráðar í IPAFFS og þeim skal fylgja heilbrigðisvottorð.

Frá og með 1. apríl 2021 - Frestað til 1. október 2021 - Frestað til 1. júlí 2022

 • Til viðbótar við ofangreint skulu allar dýraafurðir (búfjárafurðir, sjávarafurðir, ABP flokkur 3) skráðar og vottaðar.
 • Sendingar skulu forskráðar í IPAFFS af innflytjanda (í Bretlandi). Skrá skal sendingar í síðasta lagi 24 tímum fyrir áætlaða komu til Bretlands.
 • Sendingum skal fylgja heilbrigðisvottorð – upplýsingar á vef breskra yfirvalda

Frá og með 1. júlí 2021 - Frestað til 1. júlí 2022

 • Til viðbótar við ofangreint skulu allar dýraafurðir (og tilteknar aukaafurðir) berast til Bretlands um samþykktan innflutningsstað og á samþykkta landamæraeftirlitsstöð (BCP) svo þær geti undirgengist innflutningseftirlit (auðkenna-, skjala- og vöruskoðun eftir því sem við á).
 • Afurðum skal fylgja heilbrigðisvottorð (áætlað að taka í noktun ný vottorðsform sérstaklega útgefin af breskum yfirvöldum)
 • Reglugerð ESB nr. 2019/2007 kveður á um hvaða vörur skulu berast á BCP.
 • Sendingar skulu forskráðar í IPAFFS af innflytjanda.
 • Áhættusöm matvæli og fóður sem ekki eru dýraafurðir og lúta sérstöku eftirliti skulu skráð í IPAFFS

Skilgreiningar

 • IPAFFS (Import of Products, Animals, Food and Feed System). Skráningarkerfi breskra yfirvalda fyrir innflutning lifandi dýra, dýraafurða og annarra áhættusamra matvæla  til Bretlands.  Innflytjandi í Bretlandi skal skrá sendingar með eftirlitsskyldum afurðum í IPAFFS.
 • DEFRA (Department for Environment, Food and Rural Affairs) – landbúnaðarráðuneyti Bretlands
 • APHA (Animal and plant health agency) – stofnun sem fer með eftirlit með löggjöf varðandi dýra- og plöntuheilbrigði (sambærileg Matvælastofnun)
 • BCP (Border control post) - landamæraeftirlitsstöð: eftirlitsstöð staðsett við þar sem landamæraskoðun/innflutningseftirlit á sendingum fer fram. Landamæraeftirlitsstöðvar eru skilgreindar m.t.t. vörutegunda/lifandi dýra sem stöðin getur tekið við. Yfirlit yfir landamæraeftirlitsstöðvar í Bretlandi.

Heilbrigðisvottorð

Heilbrigðisvottorð skal nota fyrir dýraafurður sem fluttar eru frá Íslandi og berast til Bretlands frá og með 1. júlí 2022.

Nánari leiðbeiningar um útgáfu heilbrigðisvottorða vegna fiskafurða.
Nánari leiðbeiningar um útgáfu heilbrigðisvottorða vegna búfjárafurða og annarra afurða.

Innflytjandi í Bretlandi skal tilkynna sendingar til breskra yfirvalda í gegnum skráningarkerfið IPAFFS.

Uppfært 15.09.2021
Getum við bætt efni síðunnar?