• Email
  • Prenta

Súdan litarefni

Súdan I - IV eru litarefni sem notuð eru til að lita leysiefni, olíur, vaxefni, bón, bensín, og skófatnað. Það er ekki leyfilegt að nota litarefnin í matvæli. Súdan litarefnin eru talin vera krabbameinsvaldandi.  Um árabil var algengt að efnin mældust í þurrkuðum, möluðum, sterkum chílepipar frá Indlandi og afurðum úr honum.

  • Sudan I (CAS númer 842-07-9)
  • Sudan II (CAS númer 3118-97-6)
  • Sudan III (CAS númer 85-86-9)
  • Sudan IV / Skarlatsrauður (CAS númer 85-83-6)

Til að stemma stigu við notkun þessara ólöglegu litarefna er nauðsynlegt að allir aðilar vinni saman. Innflytjendur og innlendir framleiðendur verða að vera gagnrýnir á hvaða hráefni og matvæli þeir flytja inn eða framleiða. Sjálfsagt er að óska eftir staðfestingu (s.s. skrifleg yfirlýsingu eða rannsóknavottorð) birgja á því að umræddar vörur innihaldi ekki súdan litarefni eða önnur ólögleg efni. Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga gera einnig gera sitt besta til að tryggja íslenskum neytendum örugg matvæli.