• Email
  • Prenta

Vinnsla á skelfiski

Hér er að finna upplýsingar um leyfisveitingar Matvælastofnunar vegna skelfisktekju og framleiðslu á skelfiskafurðum.

Matvælastofnun annast leyfisveitingar til skelræktenda  samkvæmt lögum nr. 90/2011, og jafnframt gefur MAST út vinnsluleyfi vegna framleiðslu á lifandi skelfiskafurðum samkvæmt matvælalögum. 

  1. Ræktunarleyfi. Matvælastofnun gefur út tvenns konar leyfi vegna ræktunar skeldýra sbr. lög nr. 90/2011, ræktunarleyfi og tilraunaleyfi.  Ræktunarleyfi veita handhöfum þess  heimild til ræktunar á skilgreindum ræktunarsvæðum til manneldis. Ræktunarleyfi eru veitt til 10 ára í senn og eru þau eingöngu veitt á þeim svæðum sem hafa verið heilnæmiskönnuð og flokkuð. Með heilnæmiskönnun og flokkun framleiðslusvæða eru ræktunar og veiðisvæði skeldýra (samloka, sæsnigla, skrápdýra og möttuldýra) viðurkennd til nýtingar. Tilraunaleyfi eru ætluð fyrir þá aðila sem þurfa að kanna hvort aðstæður henti til ræktunar og eru þau veitt til 3 ára í senn. Á gildistíma tilraunaleyfa er gert ráð fyrir að heilnæmiskanna svæðið sem um ræðir. Tilraunaleyfi veita ekki heimild til markaðssetningar afurða. Umsóknareyðublöð má finna hér.
  2. Uppskeruheimild. Veitir heimild til skelfisktekju á framleiðslusvæðum. Heimildin er veitt á grundvelli greininga á eiturþörungum í sjó og á þörungaeitri í skelfiski. Hættan á uppsöfnun þörungaeiturs er fyrst og fremst í samlokum (ss. Kræklingi), en er fremur ólíkleg í skrápdýrum, sæsniglum og möttuldýrum. Uppskeruheimildir hafa takmarkaðan gildistíma sem er háð árstíma og tegund. Gildistími uppskeruheimildar fyrir t.d. krækling er  ein vika á sumrin og í 4 vikur að vetrarlagi. Umsókn um uppskeruheimild er að finna hér.
  3. Afgreiðslustöð - vinnsluleyfi veitir heimild til að setja lifandi skeldýrafurðir á markað og eru sambærilegar kröfur gerðar til þess vinnsluleyfis og hefðbundinnar fiskvinnslu. Ekki er heimilt að setja lifandi skelfiskafurðir á markað til smásölu nema með viðkomu í Afgreiðslustöð þar sem auðkennismerki er sett á þær. Umsóknareyðublöð má finna hér.

Ítarefni