Leirhlutir
Glerungurinn á leirhlutum getur innihaldið blý og kadmíum og er því eitt megin markmið reglugerðarinnar að kveða á um flæðimörk og leyfilegt hámarksmagn þessara þungmálma í vörunum. Reglurnar eiga almennt séð einnig við um flæðimörk og leyfileg hámarksgildi af blý og kadmíum frá postulíni, steinleir, kristal og gleri. Í viðauka við reglugerðina er lýst aðferð til að mæla flæði blýs og kadmíum úr vörunni í matvæli.
Vísbendingar eru um að leirhlutir sem eru ríkulega litskreyttir gefi frá sér mikið magn af blýi, kadmíum og öðrum þungmálmum. Aldrei skal því nota leirvörur undir matvæli og drykki nema fullvíst sé að þeim sé ætlað að snerta matvæli. Sérstaklega skál varast að nota leirhluti undir súr matvæli og drykki s.s. ávaxtagrauta, ávaxtasafa og vín.
Reglugerð nr. 439/2006 um leirhluti sem er ætlað að snerta matvæli.
Upplýsinga og staðreyndaritið: Nýjar reglur um leirhluti sem ætlað er að snerta matvæli.