• Email
  • Prenta

Hvað felst í Skráargatinu?

Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi samsetningu næringarefna. Markmiðið með Skráargatinu er að neytendur geti á einfaldan hátt valið hollari matvöru. 

Vörur sem bera Skráargatið verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði varðandi samsetningu næringarefna:

Skráargatsmerktar vörur eru því næringarlega séð betur samsettar m.t.t. þessara næringarefna en aðrar vörur í sama flokki sem uppfylla ekki skilyrði til að bera merkið. 

Skráargatið setur sérstök lágmarkskilyrði fyrir trefjum og heilkorni og hámarksskilyrði fyrir sykri, salti og fitu í 25 matvælaflokkum. Skilyrðin eru mismunandi eftir matvælaflokkum en þá má draga saman í eftirfarandi flokka:

  • Ávextir og ber
  • Brauð og kornvörur 
  • Fiskur, skelfiskur og vörur úr fiski
  • Grænmeti og kartöflur 
  • Kjöt og kjötvörur
  • Matarolía og viðbit
  • Mjólk og mjólkurvörur
  • Tilbúnir réttir
  • Vörur úr jurtaríkinu sem valkostur við dýraafurðir

Skráargatið er yfirleitt hægt að finna á umbúðum matvara en merkið er líka hægt að nota á ópakkaðan fisk, ávexti, ber, kartöflur og grænmeti. Við markaðssetningu forpakkaðra matvara fylgir almenn krafa um næringargildismerkingu. Þetta á þó ekki við ópakkaðar matvörur.

Framleiðendum og innflytjendum er frjálst að nota Skráargatið á þær vörur sem uppfylla skilyrðin til að bera merkið. 

Auk þess að vera upplýsandi fyrir neytendur er Skráargatið hvatning fyrir matvælaframleiðendur til að þróa hollari vörur og stuðlar þannig að auknu úrvali af hollum matvælum á markaði. Þannig getur Skráargatið stuðlað að heilsusamlegu mataræði sem er í samræmi við opinberar ráðleggingar um mataræði.

Á Íslandi standa Matvælastofnun og Embætti landlæknis á bak við Skráargatið. Matvælastofnun og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga munu sjá um að farið sé eftir reglum um notkun merkisins. 

Val þitt á matvörum hefur áhrif á heilsu þína

Veldu

Ítarefni