• Email
  • Prenta

Eftirlit með notkun Skráargatsins

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga og Matvælastofnun fara með eftirlit með Skráargatinu og bregðast við brotum á reglum um Skráargatið. Notkun Skráargatsins er valfrjáls og gjaldfrí,  en ávallt verður að uppfylla skilyrðin sem sett eru í reglugerð um Skráargatið.

Eftirlit með notkun Skráargatsins fer fram með reglubundnu eftirliti, úttektum og/eða eftirlitsverkefnum og felur í sér ...

  • ... skoðun á vöru og merkingum
  • ... skjalaskoðun
  • ... sýnatökur til mælinga

Eftirlitsaðilar munu við skjalaskoðun m.a. fara fram á upplýsingar um uppskriftir, hvernig fyrirtækið fékk gildin í næringargildismerkingunni og hvernig það hyggist tryggja og hafa eftirlit með því að merkingarnar séu réttar á vörunum. Eftirlitið getur í staðinn fyrir skjalaskoðunina eða til viðbótar við hana tekið sýni af vörum til efnagreininga.

Það eru matvælafyrirtækin sjálf, þ.e. stjórnendur þeirra, sem bera ábyrgð á að farið sé eftir reglunum um Skráargatið. Það felur líka í sér skyldu til að tryggja og hafa eftirlit með að reglunum sé fylgt.

Hér eru nokkur dæmi um brot á reglum um Skráargatið:

  • Villandi eða röng merking og/eða markaðssetning
  • Merkið notað á matvörur sem tilheyra ekki skilgreindum matvælaflokkum
  • Vara flokkuð í rangan matvælaflokk
  • Rangt útlit merkisins 
  • Sætuefni notað í skráargatsmerkta matvöru
  • Of hátt eða lágt innihald af ákveðnum skilgreindum  næringarefnum fyrir matvælaflokkinn 

Um brot gegn reglugerðinni fer samkvæmt 30. gr., 30. gr. a-e og 31. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.

Ítarefni