• Email
 • Prenta

Megrunarfæði

Megrunarfæði eru matvæli sem ætlað er að koma í staðinn fyrir daglegt fæði (megrunarfæði I) eða hluta af daglegu fæði (megrunarfæði II) í þeim tilgangi að hafa áhrif á þyngdartap.

Þar sem leyft er skv. merkingarreglugerðinni að merkja vörur á Íslandi á ensku eða norðurlandatungumáli öðru en finnsku þarf að athuga að megrunarfæði getur verið merkt á ýmsan máta (sjá töflu 1).

Megrunarfæði getur ekki verið á töfluformi þar sem gerð eru ákveðin skilyrði um orkugildi þessa fæðis sem ekki fæst með töflum (sjá neðanmáls). Einnig eru gerð skilyrði fyrir magni vítamína, steinefna, próteina, fitu og trefja fyrir megrunarfæði sem finna má í viðauka reglugerðar nr. 674/1998.

Tungumál          Merking megrunarfæðis
Enska                Total diet replacement for weight control
                         Meal replacement for weight control
Danska              Slankekostprodukt 
Sænska             Batningsrpdukt
Norska               Slankeprodukt
Íslenska             Megrunarfæði I
                         Megrunarfæði II

Vara sem er skilgreind sem megrunarfæði þarf að vera merkt á eftirfarandi hátt

Í heiti vörunnar eða í tengslum við hana skal koma fram á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku:

 • Megrunarfæði: Megrunarfæði sem kemur í staðinn fyrir daglegt fæði
 • Megrunarfæði: Megrunarfæði sem kemur í staðinn fyrir eina eða fleiri máltíðir

Sé þetta skilyrði til staðar þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

 1. Orkugildi vörunnar (kJ og kkal) sem og magn (g) próteina, fitu og kolvetna í ráðlögðum skammti af vörunni tilbúinni til neyslu.
 2. Magn vítamína og steinefna gefið upp í þyngdareiningum (mg, µg) í ráðlögðum skammti af vörunni tilbúinni til neyslu.
 3. Leiðbeiningar um meðhöndlun og mikilvægi þess að leiðbeiningum sé fylgt.
 4. Að mikilvægt sé að viðhalda vökvajafnvægi líkamans
 5. Að fæðið geti haft hægðarlosandi áhrif ef neysla sykuralkóhóla fer fyrir 20 g/dag.
 • Sé um að ræða megrunarfæði I skal koma fram á umbúðum að varan skuli ekki notuð lengur en í 3 vikur í senn án samráð svið lækni. 
 • Sé um að ræða megrunarfæði II skal koma fram að varan geti verið gagnleg fyrir þá sem vilja léttast, en hún komi aðeins í staðin fyrir hluta af daglegu fæði og að nauðsynlegt sé að neyta einnig annarrar fæðu.
 • Óheimilt er að gefa til kynna hversu hratt eða hve mikið þyngdartapið geti orðið sé megrunarfæðis neytt. Einnig er óheimilt að gefa til kynna að við notkun minnki hungurtilfinning eða seddukennd aukist.

 Orkugildi skal vera minnst 800 kkal og ekki meira en 1200 kkal í hverjum dagskammti

 Orkugildi skal vera minnst 200 kkal og ekki meira en 400 kkal í hverjum skammti