• Email
  • Prenta

Næringaryfirlýsing (næringargildismerking)

Hér er að finna leiðbeiningar um næringaryfirlýsingar á matvælum.

Reglugerð nr. 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda hefur tekið gildi, en hún innleiðir reglugerð Evrópusambandsins nr. 1169/2011.  Það sem í fyrri reglugerð hét merking næringargildis heitir nú næringaryfirlýsing. Miklar breytingar hafa orðið á reglum sem um þær gilda. 

Frestur til að uppfylla reglugerðina er til 13. maí 2015.

Skylt verður að hafa næringaryfirlýsingu á flestum forpökkuðum matvælum frá 13. desember 2016.