• Email
  • Prenta

Geymsluþolsmerking matvæla

Hér er að finna leiðbeiningar um merkingu á geymsluþoli matvæla.

Reglur um merkingu geymsluþols matvæla koma fram í reglugerð nr. 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda sem innleiðir reglugerð Evrópusambandsins nr. 1169/2011. 

Samkvæmt 9. grein 1. tl. f) í ESB reglugerð nr. 1169/2011 er skylt að merkja dagsetningu lágmarksgeymsluþols eða síðasta notkunardag. Nánari ákvæði eru í 24. grein og viðauka X.

Í reglugerð 1294/2014 (landsákvæðum) varða 5., 6. og 10. grein geymsluþolsmerkingar og geymsluskilyrði.