• Email
  • Prenta

Næringargildismerkingar fyrir íblönduð matvæli

Reglugerðin krefst þess að öll matvæli sem falla undir reglugerðina, þ.e.a.s. þar sem vítamínum og steinefnum og öðrum efnum hefur verið bætt í, skal merkja með næringargildi. Merkingin skal vera í samræmi við 30. gr. mgr. 1 og skv. framsetningu sem er gefin upp í XV. viðauka reglugerðarinnar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda. Jafnframt skal merkja heildarmagn vítamína og/eða steinefna eftir íblöndunina, sbr. 30. gr. mgr. 2 og einnig sem hundraðshluti af næringarviðmiðunargildi (NV), sbr. 32. gr. mgr. 3.

Næringargildistaflan skal innihalda heildarmagn vítamína og/eða steinefna eftir íblöndunina, þ.e. ásamt þeim vítamínum og steinefnum sem eru náttúrulega til staðar í matvælunum. Við merkingu vítamína og steinefna skulu þau merkt í þeim einingum sem fram koma í XIII. viðauka EBS reglugerðar nr. 1169/2011. 

Merking næringargildis skv. reglugerðinni

Hér að neðan er sýnt hvernig ber að merkja vöru skv. EBS reglugerðinni nr. 1169/2011. Hafa skal í huga að framsetningin sýnir töfluna í heild sinni (sbr. XV. viðauka) með skylduupplýsingum (sbr. 1. mgr., 30 gr.) og öðrum upplýsingum (merkt í rauðu) sem má tilgreina að auki (sbr. 2. mgr., 30 gr.) þegar þau eiga við.

Dæmi um nýja framsetningu næringargildis:

 Næringargildi

í 100 g eða 100 ml 

 Orka

 kJ og kkal

 Fita

 g

    Þar af:

 

        mettuð

g

        einómettuð

g

        fjölómettuð

g

 Kolvetni

g

    Þar af

 

        Sykurtegundir

g

        fjölalkóhól

g

        sterkja

g

 Trefjar

g

 Prótein

g

 Salt

g

 Vítamín/steinefni:

Sjá XIII. viðauka