• Email
  • Prenta

Merkingar, kynningar, auglýsingar og fullyrðingar íblandaðra matvæla

Hafa skal í huga að um allar kynningar og auglýsingar á vörunni gilda sömu reglur og um merkingar á umbúðum. Því þurfa allir þessir þættir að vera í samræmi við reglugerð nr. 1294/2014 um gildistöku Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.

Við merkingu, kynningu eða auglýsingu á matvælum þar sem vítamínum og steinefnum hefur verið blandað í gildir auk þess að hún má ekki…

 

  • …gefa í skyn að nægilegt magn næringarefna fáist ekki úr rétt samsettri og fjölbreyttri fæðu.

  • …villa um fyrir neytendum eða blekkja þá að því er varðar næringarlegt gildi matvælanna vegna íblöndunar þessara næringarefna.

Ef stjórnandi matvælafyrirtækis óskar eftir því að fullyrða um íblöndun (t.d. “inniheldur C-vítamín” eða “C-vítamínrík”), þ.e. að tilgreina sérstaklega að matvæli eða matvara hefur verið blönduð með vítamínum og/eða steinefnum, þarf hann að sjá til þess að fylgt verði kröfum og skilyrðum reglugerðar nr. 406/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1924/2006 um næringar- og heilsufullyrðingar er varða matvæli.

 

Á heimasíðu Matvælastofnunar má finna ítarlegar upplýsingar um fullyrðingar.