• Email
  • Prenta

Leyfileg vítamín og steinefni í fæðubótarefnum

Reglugerð nr. 624/2004 segir til um hvaða vítamínum og steinefnum er leyfilegt að blanda í fæðubótarefni. Samkvæmt reglugerðinni er eingöngu leyfilegt að blanda þeim vítamínum og steinefnum sem eru tilgreind í viðauka I og í þeim formum sem koma fram í viðauka II. 

Breytingar við viðaukana

Viðaukum I og II hefur nú þegar verið breytt nokkrum sinum þar sem nokkrum efnum hefur verið bætt við listana í viðaukunum með reglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1170/2009, nr. 1161/2011 og nr. 119/2014.

  • Reglugerð Evrópusambandsins nr. 1170/2009 hefur verið innleidd hér á landi með reglugerð nr. 1166/2011
  • Reglugerð Evrópusambandsins nr. 1161/2011 hefur verið innleidd hér á landi með reglugerð nr. 914/2012
  • Reglugerð Evrópusambandsins nr. 119/2014 hefur verið innleidd hér á landi með reglugerð nr. 964/2014

Vinnuskjal með vítamín og steinefni og form þeirra

Hér að neðan er listi yfir vítamín og steinefni ásamt þeim vítamínsamsetningum og steinefnaformum sem heimilt er að bæta í fæðubótarefni. Athuga ber að listinn inniheldur nú þegar breytingar skv. reglugerð nr. 1166/2011, nr. 914/2012 og reglugerð nr. 964/2014 og er aðeins hugsaður sem vinnuskjal. 

Matvælastofnun bendir á að villur kunna að vera í PDF-skjalinu. Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og birtum texta í stjórnartíðindum gildir textinn í stjórnartíðindum.

Hámarksmagn vítamína og steinefna

Ekki eru til í reglugerðum ákveðin hámarksgildi fyrir vítamín og steinefni í fæðubótarefnum. Í umfjöllun um ásættanlegt hámarksmagn vítamína og steinefna og annarra næringarefna í matvælum styðst Matvælastofnun fyrst og fremst við álit vísindanefnda Matvælaöryggisstofnunar Evrópu: 

Í töflunni hér að neðan er samantekt á efri öryggismörkum (UL) fyrir fullorðna fyrir vítamín og steinefni samkvæmt áliti EFSA.  Fyrir þau vítamín og steinefni þar sem engin gildi eru, hefur ekki verið hægt að meta efri öryggismörk.

Vítamín / Steinefni

Efri öryggismörk

A-vítamín

3000 µg RJ1/dag

beta-karótín

-

D-vítamín

100 µg2/dag

E-vítamín

300 mg alfaTJ3/dag

K-vítamín

-

B1-vítamín (þíamín)

-

B2-vítamín (ríbóflavín)

-

B3 (Níasín) sem nikótínsýra

10 mg/dag

B3 (Níasín)  sem nikótínamíð

900 mg/dag

B5-Pantóþensýra

-

B6-vítamín (pýridoxín)

25 mg/dag

Bíótín

-

B12-vítamín (cýankóbalamín)

-

C-vítamín

-

Kalsíum

2500 mg/dag

Magnesíum

250 mg/dag4

Járn

-

Kopar

5 mg/dag

Joð 

600 µg/dag

Sink 

25 mg/dag

Mangan 

-

Natríum 

-

Kalíum

-

Selen 

300 µg/dag

Króm 

-

Mólybden 

-

Flúoríð 

7 mg/dag

Fosfór 

-

1. A-vítamín er gefið upp í retinoljafngildum (RJ).  1 míkrógr. (mg) = 1 mg retinol = 3,33 AE (alþjóðaeiningar). 

2. D-vítamín er reiknað sem kólekalsíferól.  10 míkrógr. (mg) kólekalsíferól = 400 AE.

3. E-vítamín er reiknað sem alfa-tókóferóljafngildi (TJ).  1 mg TJ = 1 mg d-alfatókóferól = 1,49 AE

4. Gildir fyrir auðleysanleg Magnesíum sölt (t.d. klóríð,súlföt, aspartat, laktat). Gildið væri þá eitthvað hærra fyrir torleystari form þar sem ekki fæst eins mikið nýtanlegt magnesíum úr þeim.  Nákvæmari tölur fyrir torleystari sölt eru þó ekki til.

Matvælastofnun telur ekki ásættanlegt að fæðubótarefni innihaldi meira af vítamíni eða steinefni, í ráðlögðum daglegum neysluskammti, en sem nemur efri öryggismörkum, þar sem þau eru til. Ef ekki eru til efri öryggismörk (UL) þá skoðar Matvælastofnun case-by-case.