• Email
  • Prenta

Skelfiskur

Eftirlitshlutverk Matvælastofnunar með lifandi skeldýrum nær frá frumframleiðslu skeldýra til markaðssetningar lifandi skelfiskafurða. Frumframleiðsla skeldýra tekur til ræktunar þeirra og til veiða á villtum stofnum. Eftirlit með framleiðslu- og veiðisvæðum skeldýra er samkvæmt ákvæðum reglugerða nr. 104/2010 og nr. 105/2010. Eftirlit með ræktun skeldýra er samkvæmt ákvæðum laga nr. 90/2011 „um skeldýrarækt“ og tekur eftirlitshlutverk stofnunarinnar til þátta sem varða forsendur leyfisveitinga. Eftirlit með vinnslu lifandi skelfiskafurða fellur undir eftirlit Matvælastofnunar með sjávarafurðum. Til skeldýra teljast samlokur, sæsniglar, skrápdýr og möttuldýr.

  • Heilnæmiskannanir Matvælastofnunar á framleiðslusvæðum taka til mengunar vegna örvera og aðskotaefna svo sem þungmálma Cd, Hg, Pb, PCB efna og dioxina. Í heilnæmiskönnun eru framleiðslusvæði flokkuð í A, B, eða C eftir magni  E.coli gerla í holdi skelfisks, en aðeins er heimilt að markaðssetja lifandi skelfisk af A-svæði.
  • Reglubundið eftirlit er síðan viðhaft með ofangreindum mengunarþáttum á framleiðslusvæðum sem eru nýtt til skelfisktekju og ræðst tíðni eftirlits af áhættumati. Niðurstöður áhættumiðaðs eftirlits má finna hér.
  • Eftirlit með framleiðslusvæðum sem hafa verið viðurkennd og flokkuð með heilnæmiskönnun og þar sem skelfisktekja hefur verið heimiluð nær til eiturþörunga í sjó og þörungaeiturs í holdi skelfisks. Skelfisktekja er eingöngu heimiluð á svæðum sem eru undir reglubundnu eftirliti Matvælastofnunar og að fjöldi eiturþörunga í sjó og magn þörungaeiturs í skelfiski sé innan viðmiðunarmarka. Eftirlitsniðurstöður með framleiðslusvæðum eru birtar jafn óðum og þær berast og má finna hér.
Markmið eftirlits Matvælastofnunar með skeldýrum er að tryggja að afurðir sem geta skaðað heilbrigði manna séu ekki settar á markað.

Ítarefni