• Email
  • Prenta

Önnur matvælaframleiðsla

Heilbrigðisnefndir hafa undir yfirumsjón Matvælastofnunar opinbert eftirlit með framleiðslu og dreifingu matvæla, að svo miklu leyti sem það er ekki falið öðrum aðilum. Í umboði heilbrigðisnefnda starfa heilbrigðisfulltrúar hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga (HES), en landinu er skipt upp í tíu heilbrigðiseftirlitssvæði, sbr. mynd. Matvælastofnun fer með eftirlit með innflutningi matvæla og sér um samræmingu eftirlits HES. Sjá nánar undir stjórnskipulagi matvælaeftirlits.