• Email
  • Prenta

Grænmeti og ávextir

Matvælastofnun fer með eftirlit með varnarefnaleifum í ávöxtum og grænmeti í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Ný reglugerð nr. 672/2008 um varnarefnaleifar í matvælum og fóðri tók gildi árið 2008. Með henni eru hámarksleifar varnarefna samræmd því sem er í Evrópusambandinu og þar með á EES.

Eftirlit með matvælafyrirtækjum sem dreifa grænmeti og ávöxtum er í höndum Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga.

Flest fyrirtæki sem flytja inn ávexti og grænmeti eru staðsett á eftirlitssvæði Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Matvælasvið Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur tekur sýni tvisvar til þrisvar í mánuði hjá innflutningsaðilum og dreifingaraðilum á höfuðborgarsvæðinu, 6-12 sýni í hverri sýnatökuferð. Sýnatökur dreifast á tímabilið frá miðjum febrúar fram í miðjan desember.

Mælingar á varnarefnaleifum eru gerðar hjá Matís ohf á Akureyri skv. samningi milli Mast og Matís ohf., og eru sýni send til Akureyrar á sýnatökudegi.

Niðurstöður þessa eftirlits má sjá nánar hér.