• Email
  • Prenta

Egg og eggjaafurðir

Eggjapökkunarstöðvar skulu  vera með samþykki / leyfi og fá samþykkisnúmer. Ef eggjapökkunarstöð framleiðir fljótandi egg þarf að taka út starfsemina með tilliti til þess. Sú starfsemi þarf að vera skilgreind í leyfinu. Framkvæma þarf úttekt á eggjapökkunarstöðvum og þegar kröfur til grunnvirkja og búnaðar eru uppfylltar skal gefa þeim skilyrt leyfi á sama hátt og gert er þegar öðrum matvælafyrirtækjum er veitt leyfi. Grunnkröfur til hollustuhátta eru í 852/2004 viðauka II og sérkröfur í 853/2004. Þetta þýðir að sömu grunnkröfur eru gerðar til hollustuhátta í eggjapökkunarstöð og öðrum matvælafyrirtækjum.

Ítarefni