• Email
  • Prenta

Reykbragðefni

Reyking matvæla er gömul aðferð við að auka geymsluþol og til að gefa matvælunum einkennandi bragð og  lit.

Matvæli  geta fengið reykt bragð með beinni reykingu eða með því að nota reykbragðefni.  Reykbragðefni eru framleidd úr þéttuðum reyk sem verður til við brennslu viðar.  Einkenni reykbragð efna ráðast t.d. af því hverskonar viður er notaður, hvaða aðferð er notuð til að framkalla reyk og vatnsinnihaldi viðarins.  Notkun reykbragðefna í stað hefðbundinnar reykingar er talin minna  skaðleg fyrir heilsuna.

Þar sem reykbragðefni geta innihaldið efni sem skaðleg eru fyrir heilsuna eru ákveðnar reglur sem gilda um þau grunnefni sem nota má til framleiðslu á reykbragðefnum og skulu  þau vera sérstaklega samþykkt til notkunar.  Reglugerð ESB nr. 2065/2003 fjallar sérstaklega um reykbragðefni.  Hún var innleidd með íslenskri reglugerð nr. 618/2008.

Notkunarskilyrði fyrir reykbragðefni

Skv. reglugerðinni má einungis nota reykbragðefni ef þau hafa verið sérstaklega leyfð í samræmi við 6. grein reglugerðar um reykbragðefni. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) annast mat á reykbragðefnum.  Í reglugerð ESB nr. 1321/2013 (innleidd með íslenskri reglugerð nr.966/2014) er listi yfir þau reykbragðefni sem leyfilegt er að nota í matvæli.

Merkingar þegar reykbragðefni eru notuð

Þegar reykbragðefni eru notuð í matvæli er skylt að taka það fram í innihaldslýsingu vörunnar.  Sjá upplýsingasíðu Matvælastofnunar um merkingar bragðefna.