• Email
  • Prenta

Reglugerðir

Yfirlit yfir allar reglugerðir um bragðefni má finna á vef Matvælastofnunar undir Lög og reglur - Matvæli.

Reglugerð um bragðefni

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1334/2008 var upphaflega innleidd á Íslandi með reglugerð 980/2011 og endurútgefin með reglugerð 187/2015.

Þessi reglugerð fjallar um notkunarskilyrði bragðefna.  Hún fjallar einnig um notkunarskilyrði  vissra innihaldsefna sem hafa bragðgefandi eiginleika sem  notuð eru í matvæli í þeim aðaltilgangi  að gefa bragð eða breyta því og sem geta leitt til  ríkum mæli til tilvistar óæskilegra efna, sem koma fyrir í náttúrunni, í matvælum.  Þá fjallar reglugerðin einnig um notkun grunnefna sem notuð eru til framleiðslu á bragðefnum.  Reglugerðin fjallar einnig sérstaklega um merkingar á bragðefnum (þ.m.t. reykbragðefnum), bæði þeim sem ekki eru ætluð til sölu til lokaneytanda (milli fyrirtækja) og þeim sem það eru.  Þá er sérstaklega fjallað um skilyrðin fyrir því að kalla megi bragðefni „náttúrulegt“.

Reglugerð um reykbragðefni

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2065/2003 var innleidd á Íslandi með reglugerð 618/2008.

Þessi reglugerð fjallar um skilyrði fyrir notkun reykbragðefna (frumreykþétti og frumtjöruþættir) í eða á matvæli, um framleiðsluskilyrði þegar reykbragðefni eru framleidd og um málsmeðferð við mat  og leyfisveitingu fyrir reykbragðefni sem nota skal í eða á matvælum. 

Reglugerðapakki um leyfisveitingar fyrir aukefni, bragðefni og ensím

Notkun aukefna, bragðefna og ensíma í matvæli er ýmist í öllum tilfellum eða sumum háð sérstöku samþykki.  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1331/2008, sem innleidd var með íslenskri reglugerð 976/2011 kveður á um sameiginlega málsmeðferð við leyfisveitingar fyrir aukefni, bragðefni og ensím í matvælum.  Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 234/2011 (IS 873/2012) kveður nánar á um framkvæmd málsmeðferðarinnar við leyfisveitingar..

Reglugerð um merkingar

Í reglugerð nr. 1294/2014 (EB/1169/2011) um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda er að finna kröfur um merkingar á bragðefnum (þ.m.t. reykbragðefnum) í innihaldslýsingu matvæla.  Sjá nánari umfjöllun um merkingar bragðefna hér.