• Email
  • Prenta

Þráarvarnarefni

Þráavarnarefni (antioxidant) draga úr hættu á að fita og olíur þráni fyrir áhrif súrefnis. Efnin geta einnig hindrað litarbreytingar í afhýddum eða skornum ávöxtum og grænmeti. Þannig má koma í veg fyrir brúnan lit í hrásalati eða afhýddu epli með því að setja sítrónusýru (E 330) í vöruna. Það sama á við um litabreytingar í  ýmsum drykkjarvörum. Í þennan flokk falla ýmis efni meðal annara askorbinsýra  eða c-vítamín (E-300) og E-vítamín tocoferól (E-306-309). Af þráavarnarefnum sem geta valdið óþoli ber helst að nefna BHA og BHT sem hafa númerin E 320 og E 321. Þá má geta þess að ýmsar sýrur og sýrustillar hafa númer á bilinu E 300-399.