• Email
  • Prenta

Sætuefni

E 420 - 421 og 950 - 969

Sætuefni eru af nokkrum tegundum. Þau eru ýmist efnafræðilega smíðuð eða finnast í náttúrunni. Sætuefni með númer frá E 950-962 og E 969 hafa mikinn sætustyrk og gefa enga eða mjög litla orku í matvælum.  Ein undantekning er E 953 sem ásamt E 420, E 421 og sætuefnum með númer E 964-968 mynda flokk efna sem oft er kallaður sykuralkóhólar, fjölalkóhól eða pólýólar. Þau efni hafa oftast minni sætustyrk en sykur og gefa einnig orku, og eru notuð í stað sykurs í sykurlaust tyggigúmmí, sælgætistöflur og aðrar vörur til að draga úr hættu á tannskemmdum. Sum þessara efna eru líka notuð í öðrum tilgangi en að vera sætuefni.


E númer Efni
E 420 Sorbítól 
E 421 Mannítól 
E 950 Asesúlfam-K
E 951 Aspartam
E 952 Sýklamat
E 953 Ísómalt
E 954 Sakkarín
E 955 Súkralósi
E 957 Támatín
E 959 Neóhesperidín DC
E 960 Stevíólglýkósíð
E 961 Neótam
E 962 Aspartam- og asesúlfamsalt
E 964 Pólýglýsítólsíróp
E 965 Maltítól
E 966 Laktitól
E 967 Xýlitól
E 968 Erýtrítól
E 969 Advantam


Reglugerð EB nr. 1333/2008 (innleidd með 978/2011) segir til um hvaða sætuefnimá nota í hvaða matvæli og í hvaða magni. Listar yfir það eru birtir í viðaukum við reglugerðina. Sjá nánar upplýsingasíðu Matvælastofnunar um aukefni.

Ítarefni