• Email
  • Prenta

Litarefni

E 100 - 199

Litarefnum er bætt í matvæli til að gera þau girnilegri, bæta upp litartap sem verður við vinnslu eða minnka  náttúrulegan breytileika t.d. mun á sumarsmjöri og vetrasmjöri. Einnig eru litarefni notuð til að skreyta og til að gefa vöru ákveðið útlit svo hún skeri sig frá öðrum.

Ýmis litarefni eru upprunnin í náttúrunni, til dæmis E 100 Kúrkúmín, en guli liturinn er dregin út úr rótum túrmeriks og hreinsaður. Önnur eru tilbúin úr efnum sem ekki teljast til matvæla. Meðal þeirra eru azo-litarefnin.

E númer Efni
E 100 Kúrkúmín
E 101 Ríbóflavín
E 102 Tartrasín *  **
E 104 Kínólíngult   **
E 110 Sólsetursgult FCF / appelsínugult S  *  **
E 120 Kókíníl, karmínsýra, karmín
E 122 Asórúbín, karmósín  *  **
E 123 Amarant  *
E 124 Ponseau 4R, kókínílrautt  *  **
E 127 Erýtrósín
E 129 Allúrarautt AC *  **
E 131 Patentblátt V
E 132 Indígótín,indígókarmín
E 133 Skærblátt FCF
E 140 Klórófýll og klórófýllín
E 141 Klórófýll-og klórófýllínkoparflókar
E 142 Grænt S
E 150a Karamellubrúnt
E 150b Basískt, súlfítað karamellubrúnt
E 150c Karamellubrúnt, ammóníað
E 150d Ammóníað, súlfítað karamellubrúnt,
E 151 Gljáandisvart PN  *
E 153 Viðarkolsvart
E 155 Brúnt HT  *
E 160a Karótín
E 160b Annattó, bixín, norbixín
E 160c Paprikukjarni, kapsantín, kapsórúbín
E 160d Lýkópen
E 160e ẞ-apó-8´-karótenal (C30)
E 161b Lútín
E 161g Kantaxantín
E 162 Rauðrófulitur (betanín)
E 163 Antósýanín
E 170 Kalsíumkarbónat
E 171 Títandíoxíð
E 172 Járnoxíð og járnhydroxíð
E 173 Ál
E 174 Silfur
E 175 Gull
E 180 Lítólrúbín BK  *
*  Azo litarefni
** Merkja þarf umbúðir matvæla sem innihalda litarefnið með „heiti eða E númer litarefnis eða litarefna“ getur/geta haft neikvæð áhrif á athafnasemi og eftirtekt barna. 

Reglugerð EB nr. 1333/2008 (innleidd með 978/2011) segir til um hvaða litarefni má nota í hvaða matvæli og í hvaða magni.  Listar yfir það eru birtir í viðaukum við reglugerðina. Sjá nánar upplýsingasíðu Matvælastofnunar um aukefni.
Sumir telja litarefni óþörf og villandi fyrir neytendur og hafa áhyggjur af öryggi efnanna. Öðrum þykir jógúrtið betra ef það er aðeins bleikara, og vilja hafa drykkinn sinn ögn skærari. Þessi ólíku viðhorf og mikil umræða hafa orðið til þess að verið er að endurskoða öryggi litarefna og notkun þeirra.

Sérfræðihópur Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) um aukefni (ANS Panel) endurskoðar öryggi litarefna sem leyfð eru til notkunar í matvæli í Evrópusambandinu (ESB) og EFTA ríkjum. Fyrsta álit hópsins var birt í 11.nóvember 2009 og fjallaði um 6 litarefni sem umdeild hafa verið. Evrópusambandið setur reglugerð um hvaða litarefni og önnur aukefni er leyfilegt að nota og takmarkar notkun þeirra eftir því sem  niðurstöður Matvælaöryggisstofnunarinnar segja til um.

Niðurstöður svokallaðrar Southampton rannsóknar varð til þess að settar voru reglur um viðvörunarmerkingu á matvæli sem innihalda eitt eða fleiri af litarefnum sem merkt eru með ** í töflunni hér að ofan. Frekari upplýsingar má finna undir tengli bresku matvælastofnunarinnar.

Ítarefni