• Email
  • Prenta

Bragðaukandi efni

Bragðaukandi efni hafa ásamt bragðefnum áhrif á bragð og í vissum tilvikum einnig lykt matvæla. Bragðefni teljast ekki til aukefna samkvæmt reglum á EES. Þau hafa því ekki E-númer og koma ekki fram í aukefnalista. Bragðaukandi efni hafa ekki sterkt einkennandi bragð. Þau hafa hins vegar þann eiginleika að geta dregið fram eða aukið bragðeinkenni matvæla. Efni þessi eru því stundum notuð eins og krydd og er þriðja kryddið best þekkta dæmið þar um. Þriðja kryddið er natríumglútamat, einnig þekkt sem MSG eða E 621. Nokkuð er um óþol gegn MSG og er vel þekkt að efnið getur valdið bráðum einkennum þegar það er notað í miklu magni.

Ítarefni